Nípusúpa

Nípusúpa

450 g nípur (parsnip) skornar í bita

1 laukur, skorinn gróft

1 lauf hvítlaukur,gróft saxaður

750 ml grænmetissoð

1 epli, kjarnhreinsað og skorið í bita

1 tsk ólífuolía

1/4 tsk turmeric

1 tsk garam malsala

15 g rifinn ferskur/frosinn engifer

1/4 tsk herbamera salt eða venjulegt salt og 1 stilkur sellerí

Mýkja laukinn og hvítlaukinn í olíunni. Bæta við nípunni, epli og grænmetissoði ásamt kryddunum. Ná upp suðu og láta sjóða við vægan hita þar til grænmetið er full eldað. Mauka súpuna og smakka til með svörtum pipar.