Nutella jólastjarna

Nutella jólastjarna

1 skammtur pizzadeig:

400 g hveiti

1,5 msk olía

1,5 tsk þurrger

240 ml volgt vatn

1 tsk salt

Hnoðað og látið hefast í klst

1 krukka nutella (200 g)

Skiptið deiginu í 4 hluta og fletjið hvern hluta út með kökukefli. Leggið stóran matardisk ofaná útflatt deigið og skerið út kringlótta köku. Endurtakið fyrir hvern deighluta.

Smyrjið nutella súkkulaðismjöri á fyrstu kökuna, leggið næststa deighluta yfir og smyrjið aftur, endurtakið með þriðja hlutann. Leggið síðasta hlutann yfir (ekki smyrja nutella á síðasta).

Setjið glas á miðju hringsins og skerið 16 sneiðar (eins og pizzasneiðar) en stoppið við glasið. Takið glasið í burtu og snúið upp á hverja sneið (takið tvo hluta í einu og snúið upp á í sitt hvora áttina). Þegar búið er að snúa upp á alla hlutana má taka tvo og tvo saman og klemma endana saman.

Penslið með mjólk eða eggi og bakið við 180°c í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til brauðið er farið að taka gullinn lit.