Nýrnabauna pottréttur

Nýrnabauna pottréttur

1 msk olía

1 laukur

1 rautt chili, smátt saxað

1 msk karrímauk

2 msk tómatpúrra

3 gulrætur

2 stilkar sellerí

1 dós nýrnabaunir, skolaðar

1 haus blómkál

1 dós kókosmjólk

1 græn paprika

1 dós hakkaðir tómatar

2 grænmetisteningar

örlítið salt

Hitið olíu í potti og steikið laukinn í nokkrar mínútur.

Bætið chilli, karrý og tómatpúrru útí og steikið í 2-3 mín. Setjið allt grænmetið útí og hrærið þar til kryddið hefur blandast vel saman við það.

Bætið kókosmjólk, tómötum og nýrnabaunum útí ásamt grænmetiskrafti.

Leyfið réttinum að sjóða í 20-30 mínútur, smakkið til með salti.

Athugasemdir

  • 8/10/2022 8:28:10 PM

    Gudrun Thorsdottir

    Okkur fannst nýrnabaunapottttrétturinn mjög góður

  • 10/10/2022 6:12:53 PM

    Gudrun Thorsdottir

    Okkur fannst nýrnabaunapottttrétturinn mjög góður