Papriku rúllutertubrauð

Papriku rúllutertubrauð
(1)

1 rúllutertubrauð

1 askja af paprikuosti

smávegis súputeningur mulinn

2 msk majones

3 msk sýrður rjómi

1/3 græn paprika

1/3 rauð paprika

3 msk maískorn

season all krydd

rifinn ostur

paprikuduft

Blandið paprikuostinum, súputening, sýrðum rjóma og majonesi.

Skerið paprikuna niður í litla bita, blandið saman við ásamt maís og kryddið með season all.

Smyrjið blöndunni á brauðið og rúllið upp.

Stráið osti og paprikudufti yfir.

Bakið við 200°í u.þ.b. 20 mínútur.