Pepperoni rúllutertubrauð

Pepperoni rúllutertubrauð
(1)

1 rúllutertubrauð

1 dós sýrður rjómi (180 g)

2-3 msk majones

100 gr pepperoni

1 rauðlaukur

1 dl ólífur

ítölsk kryddblanda (eða annað krydd eftir smekk)

salt og pipar eftir smekk

smávegis rifinn ostur fyrir toppinn

Skerið pepperoni, ólífur og lauk smátt niður.

Hrærið saman majonesi og sýrðum rjóma ásamt kryddum.

Smyrjið blöndunni á brauðið og rúllið því varlega upp

Leggið brauðið með sauminn niður á bökunarpappísklædda ofnplötu.

Stráið rifnum osti yfir. Bakið í 20 mínútur við 200°