Peshwari naan

Peshwari naan
(1)

1 tsk sykur

tæp tsk salt

1 tsk þurrger

1-1,5 dl volgt vatn eða mjólk

250-350 g hveiti

1 egg

Fylling:

3 msk kókosmjöl

smá skvetta möndlumjólk eða mjólk

8 stk kokteil kirsuber

nokkrar rúsínur

Byrja á að setja saman sykur, ger og salt í skál ásamt volgu vatni og mjólk. Blanda við eggi og hveiti.

Deigið á að vera blautt og á eftir að klístrast við fingurna þegar það er meðhöndlað. Láta deigið standa í skálinni og jafna sig í 15 mín. Taka smá klípu af deigi í einu og mynda kúlur sem eru svo teygðar og gert þunnt flatbrauð.

Fyllingin er sett á helminginn af brauðinu og síðan er deiginu lokað eins og hálfmána. Klípa endana aðeins saman og fletja smá út með kökukefli.

Brauðin eru látin hefast í 20 mín og á meðan er gott að hita ofninn í HÆSTA mögulega hita. Bökunarplatan er sett ofarlega í ofninn og brauðið bakað í 2-4 mín (þar til kominn er smá litur á brauðin). snúa brauðinu við og baka á hinni hliðinni í 1-2 mín.