Piña Colada bakaðir kleinuhringir

Piña Colada bakaðir kleinuhringir
(1)

200 g dós ananas í sneiðum

Sigta safann vel frá ananasnum og taka safann til hliðar, hann er notaður seinna í uppskriftinni. Mauka ananashringina í matvinnsluvél.

Kleinuhringir:

120 g hveiti

70 g sykur

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1/4 bolli grænmetisolía (55 g)

1/4 bolli súrmjólk (60 g)

1/2 tsk rommdropar

1 lítið egg

1/2 tsk edik

45 g ananasmauk

Ofaná:

1/2 bolli flórsykur

1 msk ananas safi

kókosmjöl

Hita ofninn í 190 °c blanda saman þurrefnum. Í annarri skál á að blanda saman öllu blautu og setja svo þurrt út í. Blanda saman en ekki hræra of mikið því á verður deigið seigt. Fylla kleinuhringjaformið upp að 3/4. baka í 10-12 mínútur og láta kólna í forminu í 5 mínútur. Láta kólna alveg á kæligrind áður en skreytt er.

Fyrir það sem fer ofaná:

Blanda saman flórsykur og ananassafa. Setja yfir kalda kleinuhringi og strá kókosmjöli yfir. Láta standa og stífna í 10 mínútur áður en borið er fram.

40 ppts