Piparkökumuffins

Piparkökumuffins

80 g smjörlíki

50 g sykur

1 egg

30 g dökkt bökunnarsíróp

1 tsk vanilludropar

125 g hveiti

1 1/2 tsk kanill

1/2 tsk negull

1/2 tsk engifer

50 ml mjólk

Glassúr:

100 g Flórsykur og örlítið vatn

Byrjið á að þeyta saman mjúkt smjörlíki og sykur og bætið síðan egginu saman við. Þeytið aðeins áfram áður en sírópi, vanilludropum, mjólk og þurrefnum er bætt saman við.

Setjið deigið í pappírsform. Gætið þess að fylla formin einungis að 2/3 því kökurnar eiga eftir að lyfta sér við baksturinn.

Bakið við 180°c í 20 mínútur eða þar til kökuprjónn kemur hreinn út ef stungið er á kökuna.

Látið kökurnar kólna og skreytið síðan með þykkum glassúr og kökuskrauti.