Pizzapasta

Pizzapasta

200 g pastaskrúfur

1 dós chunky pizzasósa frá Del monte

1/2 pakki pylsur eða kjúklingapylsur

ólífur

nokkrar sneiðar pepperoni, ef vill

60 g rifinn ostur

hvítlaukssalt

pizzakrydd

svartur pipar

Sjóða pastað og setja í ofnfat. Blanda sósunni og steiktum pylsubitum út í ásamt ólífum og kryddum.

Dreifa rifnum osti yfir og toppa réttinn að lokum með pepperoni sneiðum.

Baka við 200°c þar til osturinn er bráðinn. Bera fram með góðu hvítlauksbrauði.