Pönnukökur

Pönnukökur

200 g hveiti

1/2 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

1 tsk sykur

2 egg

25 g smjör, brætt og kælt aðeins

1 tsk vanilludropar

2-3 msk kalt uppáhellt kaffi

250-350 ml mjólk

Blandið saman þurrefnum í skál.

Bætið við eggjum, vanilludropum, kaffi og smjöri og hrærið mjólkinni saman við í smáum skömmtum til að fá kekkjalaust deig.

Bakið þunnar pönnukökur á vel heitri pönnu. Smyrjið pönnuna reglulega með smjöri. Úr uppskriftinni ætti að koma um 12-16 pönnukökur.