Pulled pork soft tacos

Pulled pork soft tacos
(1)

Svínakambur eða svínabógur, um 750 g eftir að hafa verið snyrt

1 laukur

200 ml dökkur bjór (Guinness)

2 msk púðursykur

1 msk sojasósa

3 tsk reykt paprika

1 tsk laukduft

1 tsk hvítlauksduft

1/2 tsk timjan

1/2 tsk salt

1/2 tsk cumin

2 hvítlaukslauf rifin fínt

Skerið laukinn og setjið í botninn á slowcooker ásamt sojasósunni.

Snyrtið kjötið og nuddið púðursykri og kryddum á kjötið.

Setjið kjötið ofaná laukinn og hella bjórnum yfir. Látið malla í 6 klst á high eða 10 klst á low.

Veiðið kjötið uppúr pottinum og tætið í sundur með gaffli. Setjið örlítið af vökvanum úr slowcookernum yfir kjötið.

Litlar soft tacos eða tortilla vefjur

Hrásalat:

1-2 stk rifnar gulrætur

fínt skorið rauðkál

1 rifið epli

smá majones og/eða sýrður rjómi (má sleppa)

salt og lime safi