Rabarbara baka

Rabarbara baka
(1)

500 g rabarbari skorinn í 0,5 cm sneiðar

2 msk kanilsykur

Toppur:

200 g hveiti

85 g sykur

35 g kókosmjöl

150 g smjörlíki

blanda saman þurrefnunum við smjörið svo að úr verði gróf mylsna. Setja rabarbarann í botninn á ofnfati og strá kanilsykri yfir. Dreifa hveitiblöndunni yfir og baka við 180°c í 25-30 mín eða þar til bakan hefur tekið gylltan lit.

Ég geri stundum 1/4 af uppskriftinni í lítið form fyrir okkur fjölskylduna. Afar gott að bera fram heitt með rjóma eða ís.