Rice crispies kökur

Rice crispies kökur
(2)

120 gr suðusúkkulaði

60 gr smjör

6 msk síróp

120 gr rice krispies

Setja allt nema rice krispies í pott og hita þar til það fer að bulla í pottinum. Blanda þá rice krispies útí

Setja í muffinsform eða móta eitthvað sniðugt úr þessu eins og tölustaf fyrir afmælisveisluna.

Þetta er frekar lítil uppskrift, ég var með hana svona "ein og hálffalda" til að gera tölustafinn 2. Annars hef ég þurft að gera hana 2-3 falda fyrir afmæli stundum, sérstaklega ef ég á von á mörgum börnum.