Saffransnúðar

Saffransnúðar

500 ml nýmjólk

150 g smjör

120 g sykur

1/2 gramm malað saffran

2,5 tsk þurrger

750 g hveiti

Til að pensla:

1 egg

1 msk mjólk

nokkrar rúsínur

Byrjið á að hita saman í potti mjólk, smjör og sykur. Þegar sykurinn hefur náða að leysast upp í heitum vökvanum og smjörið hefur bráðnað á að taka pottinn af hitanum. Setjið saffran í heitan vökvann.

Látið blönduna kólna niður í 37°C og setjið síðan þurrgerið út í vökvann. Leyfið gerinu að standa í nokkrar mínútur til að það nái að freyða áður en blöndunni er hellt út í stóra skál með hveitinu. Hnoðið deigið og leyfið því að hefast í 30 mínútur.

Skiptið deiginu í 16 hluta og rúllið hverjum hluta í um 20 cm langa lengju sem hægt er að móta S laga form úr.

Leggið formað deigið á bökunarpappírsklædda plötu og stingið rúsínum í hvorn endann á deiginu.

Penslið með eggjablöndu gerða úr pískuðu eggi og 1 msk af mjólk.

Bakið brauðsnúðana í 10-12 mínútur við 200°C eða þar til þeir hafa tekið fallegan gylltan lit.