Salthnetu- og súkkulaðirúsínu kaka

Salthnetu- og súkkulaðirúsínu kaka
(1)

4 eggjahvítur

200 g sykur

1/2 tsk lyftiduft

1/4 bolli döðlur saxaðar

100 g suðusúkkulaði saxað

Fylling

500 ml rjómi þeyttur

300 g salthnetur

300 g súkkulaðirúsínur

Stífþeyta eggjahvítur og blanda sykrinum smám saman við. Blanda restinni varlega saman við eggjablönduna. Sett í 2 form og bakað við 170°c í 20-30 mín.

Smurt með rjóma eftir að botnarnir hafa kólnað og skreytt með salthnetum og súkkulaðirúsínum.