Sherry trifle mömmu

Sherry trifle mömmu
(1)

Ég komst að því hið hefðbundna sherry trifle er þriggja laga en ég ólst upp við þessa útgáfu og finnst hún ómissandi á jólum og áramótum.

4 eggjarauður

4 msk sykur

4 dl rjómi

1/2 dl sherry

15 stk makkarónukökur

100 g suðusúkkulaði

4 blöð matarlím

Þeyta rjóma.

Þeyta eggjarauður og sykur vel saman.

Mýkja matarlím í köldu vatni.

Hita sherry og leysa matarlímið upp í því.

Kæla blönduna og þeyta síðan saman við eggjablönduna.

Blanda söxuðu súkkulaði og muldum kökum við rjóman og blanda eggjamatarlímsblöndunni varlega samanvið. Kæla í nokkrar klst. Skreyta með rifnu súkkulaði, rjóma og kirsuberjum eða jarðarberjum.

Athugasemdir

  • 12/24/2018 2:43:09 PM

    Anna Hinriksdóttir

    Fann þessa uppskrift á mbl fyrir ca 15 árum , hef gert hana á jólum síðan. Besti eftirètturinn ;)