Skyrterta með karamellusósu
250 g Lotus Biscoff kex
100 g brætt smjör
500 g karamelluskyr
350 ml rjómi
2 msk flórsykur
1 msk vanillusykur
50 ml mjólk
50 matarlímsblöð
Karamellusósa:
70 g púðursykur
30 g smjör
2 msk rjómi
Setjið bökunarpappír í botninn á lausbotna smelluformi. Myljið kexið í grófa mylsnu og setjið í skál. Takið um 2 msk af mylsnunni til hliðar til að skreyta með í lokin.
Setjið brætt smjör yfir kexmylsnuna og þjappið mylsnunni í botninn á bökunarpapírsklædda forminu. Einfaldast er að nota fingurna til að dreifa sem best úr blöndunni. Setjið kexbotninn í frysti á meðan unnið er að fyllingunni fyrir kökuna.
Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur og hitið mjólkina upp að suðu í potti. Takið mjólkina af hitanum og setjið mjúk matarlímsblöðin í heita mjólkina. Hrærið vel saman til að matarlímið leysist vel upp í heitri mjólkinni. Látið blönduna kólna í nokkrar mínútur.
Í annarri skál má þeyta saman rjóma, flórsykur og vanillusykur. Hrærið skyrinu varlega saman við þeyttan rjómann með sleikju og hellið síðan kældri matarlímsblöndunni út í skyrblönduna. Blandið vel saman og hellið síðan blöndunni yfir kexbotninn í smelluforminu.
Setjið skyrtertuna í kæli og leyfið henni að bíða í nokkrar klukkustundir til að kakan nái að stífna.
Útbúið karamellusósuna með því að hita saman í potti púðursykur, smjör og rjóma þar til blandan þykknar lítillega. Látið sósuna kólna alveg áður en hún er notuð.
Rétt áður en kakan er borin fram er hún losuð úr forminu (gott er að renna þunnu hnífsblaði meðfram kökunni til að tryggja að hún losni alveg frá).
Setjið kökuna yfir á disk og dreifið karamellusósu yfir hana ásamt afgangs kexmylsnunni.