Smábrauð

Smábrauð
(2)

500 g hveiti

3 tsk ger

1/4 tsk salt

2 tsk sykur

3 dl mjólk

30 gr smjör

egg eða mjólk til penslunar

smávegis gróft salt ofaná

Blandð þurrefnum í skál. Hita mjólk og smjör saman (ylvolgt) hrærið út í þurrefnin. Látið deigið lyfta sér.

Mótið 8 litlar lengjur setjið á bökunarplötu, skerið nokkrar rákir í hvert brauð og penslið með eggi eða mjólk og strá smá grófu salti yfir.

Gott að láta bollurnar aðeins lyfta sér á plötunni áður en bakað er. Bakið við ca 220 °c í um 8-10 mínútur.

Athugasemdir

  • 4/6/2023 10:35:47 AM

    Olivia

    Þetta er mjög góð uppskrift:)