Smjördeigsbollar með kjúklingasalati

Smjördeigsbollar með kjúklingasalati
(1)

Tilbúnir litlir smjördeigsbollar

Kjúklingasalat:

2 eldaðar kjúklingabringur

100 gr majones

2 tsk milt karrí

2 msk mangó chutney

1 msk fínt saxaðar apríkósur

1 msk möndluflögur, muldar

1 fínt saxaður vorlaukur

Graslaukur

Byrjið á að skera kjúklingabringurnar mjög smátt.

Majones, karrí og mangó chutney er hrært vandlega saman. Setjið kjúklinginn út í karrí majonesið ásamt möndlum, vorlauk og apríkósum. Blandið vel og geymið í kæli í nokkrar klukkustundir.

Fyllið hvern smjördeigsbolla með kjúklingasalati og klippið örlítið af graslauk yfir.