Spergilkáls kjúklingur

Spergilkáls kjúklingur
(2)

1 haus spergilkál

3-4 kjúklingabringur

1 dós Campbells sveppasúpa (284 ml)

3 msk létt majones

1/2 teningur kjúklingakraftur leystur upp í 2 msk vatni

2 tsk milt karrí

salt og pipar

50 g rifinn ostur

Steikja kjúklinginn í smá oilu og krydda til með smá salti og pipar.

Hræra saman kjúklingakraft, sveppasúpu, majonesi og karrí.

Rífa spergilkálið í litla bita og raða í botninn á eldföstu móti.

Raða steikta kjúklingnum yfir spergilkálið og hella sósublöndunni yfir. Dreifa osti yfir og baka í ofni í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er gylltur (10-15 mín).

Bera fram með hrísgrjónum og góðu salati.