Súrmjólkur- kryddjurta brauð

Súrmjólkur- kryddjurta brauð
(3)

1,5 tsk þurrger

30 ml volgt vatn

180 ml volg ab mjólk eða súrmjólk

1 egg

1 msk olía

1 msk Ranch dressing mix

350 g hveiti

1/2 tsk salt

Dreifið gerinu yfir volgt vatnið og leyfið að standa í 10 mín til að gerið freyði í skálinni.

Bætið við volgri súrmjólk, eggi, salti, dressing mixi og olíu. Bætið við hveiti þar til hægt er að taka deigið upp úr skálinni án þess að það sé klístrað.

Hnoðið deigið í 5-10 mínútur þar til það er sprungulaust. Setjið í smurða skál og látið hefast þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð.

Þrýstið lofti úr deiginu og setjið í smurt form og látið hefast í 30 mín. Bakið við 175-200°c í 30 mínútur eða þar til brauðið er gyllt.