Svartbaunaborgarar

Svartbaunaborgarar
(2)

2 dósir svartbaunir, skolaðar og þerraðar

1 tsk olía

1/2 paprika fínt skorin

1/2 laukur fínt skorinn

3 hvítlauksrif, pressuð

1 1/2 tsk cumin

1 tsk chili

1/2 tsk hvítlauksduft

1/4 tsk reykt paprika

1/2 bolli brauðmylsna

1/2 bolli fetaostur

2 stór egg

1 msk Worcestershire sósa

Hitið ofninn í 170°c og þurrkið baunirnar á bökunarpappírsklæddri plötu í 10 mínútur.

á meðan er hægt að mýkja papriku, lauk og hvítlauk í olíunni.

Maukið grænmetið í matvinnsluvél ásamt eggjum, feta, kryddum og brauðmylsnu.

Setjið síðan svartbaunirnar út í matvinnsluvélina. Vinnið baunirnar gróft saman við grænmetismaukið.

Mótið 8 buff úr baunaböndunni. Deigið getur verið svolítið blautt og má bæta við smávegis hveiti til að ná að móta þau.

Bakið buffin í ofni í 10 mínútur á hvorri hlið við 190°c eða steikið á pönnu í smávegis olíu.

Borið fram á hamborgarabrauði með salati og góðri hamborgarasósu eða chipotle majonesi og lárperusneiðum.