Sveppa risotto

Sveppa risotto
(1)

Þessi er fín fyrir tvo

2 tsk olífuolía

1 bakki sveppir sneiddir

1 laukur fínt saxaður

150 g aborio hrísgrjón

60 ml hvítvín

700 ml grænmetissoð

2 sneiddir vorlaukar

Steikja sveppi upp úr 1 tsk olíu og taka til hliðar.

Steikja lauk og bæta við hrísgrjónum þegar laukurinn er farinn að mykjast og steikja í 1-2 mínútur í viðbót. Bæta hvítvíni út á pönnuna og ná upp suðu þá er soðið sett út á, eina ausu í einu og sjóða niður á milli. Þegar síðasta ausan er nánast gufuð upp er sveppunum og vorlauknum bætt út á pönnuna og hitað í 1-2 mín. Bera strax fram með góðu hvítvíni.

19 ppts