Svertikryddað fiskitaco

Svertikryddað fiskitaco
(2)

4 flök roðlaus og beinhreinsuð tilapia

2 msk svertikrydd blanda

1 mangó, skorið smátt

1/2 rauðlaukur, fínt saxaður

1/2 lime, safinn notaður

rauðkál, ferskt, þunnt skorið

1 pakki tortilla kökur- helst 10 litlar

pam sprey

Kryddblandan:

2/3 tsk paprikuduft

1/2 tsk timjan

1/2 tsk laukduft

1/2 tsk hvítlauksduft

1/8 tsk cayenne pipar

1/8 tsk svartur pipar

1/8 tsk oregano

Einfaldast er að hita ofninn í 200°c og útbúa kryddblönduna á meðan. Gott er að klæða bökunaplötum með álpappír og spreyja pam yfir álpappírinn. Krydda fiskinn vel með kryddblöndunni á báðum hliðum. Raða fiskinum á plötuna og spreyja örlítið af pam yfir fiskinn líka. Baka fiskinn í 14 minútur.

A meðan er hægt að búa til mangó salsa með því að skera mangó í lítla bita og fínsaxa laukinn og blanda saman við mangó ásamt safa úr lime. Ferskt rauðkál er sneitt í þunna strimla og borið fram með.

Þegar fiskurinn er tilbúinn er gott að velgja pönnukökurnar (td. í örbylgjuofni) og bera fram strax.