Sykurpúðarósir

Sykurpúðarósir

250 g brómber

100 g sykur

1 msk sítrónusafi

1 eggjahvíta

síróp:

75 g vatn

200 g sykur

2 tsk agar agar duft (fæst í Fiska)

Í litlum potti sjóðið saman ber, 100 g sykur og sítrónusafa. Leyfið að sjóða við vægan hita í 10 mínútur, merjið berin.

Sigtið hratið frá með því að skrapa blönduna í gegnum sigti.

Mælið 125 g af ávaxtamaukinu og kælið.

Setjið eggjahvítu og kælt ávaxtamauk í hrærivélaskál og þeytið þar til blandan stífnar eins og marengsblanda.

Hitið saman sykur, agar agar og vatn. Leyfið blöndunni að sjóða við vægan hita í 5 mínútur eða þar til blandan hefur þykknað. Hrærið stöðugt í blöndunni á meðan hún er soðin.

Látið hrærivélina ganga á lægsta hraða og hellið agar agar blöndunni varlega saman við í mjórri bunu. Þegar agar agar sírópið er komið sama við má stilla hrærivélina á hæsta styrk og þeyra áfram í 2-3 mínútur.

Setjið blönduna stax í sprautupoka með opnum stjörnustút (ég nota Wilton M1) og sprautið rósir á bökunarpappír.

Leyfið rósunum að þorna við stofuhita í um 12 klst, takið rósirnar af bökunarpappírnum og veltið upp úr flórsykri.