Taco súpa

Taco súpa
(1)

350 g nautahakk

1 stór laukur saxaður

2 dósir hakkaðir tómatar

1-2 msk hakkaður jalapeno (má sleppa)

800 ml nautasoð

2 tsk cumin

1 tsk marjoram

4 hvítlauksrif, pressuð eða rifin

1 msk edik

1 tsk salt

1 tsk sykur

70 g tómatpúrra (lítil dós)

1 dós nýrnabaunir, sigtaðar

Sýrður rjómi,nachos og rifinn ostur ofaní hverja súpuskál.

Steikja hakk, lauk og hvítlauk. Bæta við tómötum og soði ásamt kryddum. Láta sjóða við vægan hita í 15 mín. Bæta að lokum baununum saman við og sjóða í 2-3 mín. Bera fram með nachos, rifnum osti og sýrðum rjóma.