Thai kókos karrí fiskur

Thai kókos karrí fiskur

1-2 tsk sesam olía

1 msk hakkaður ferskur engifer

4 hvítlauksgeirar

1 stk smátt söxuð paprika

2 stk saxaður vorlaukur

1 tsk karrí duft

2 tsk rautt karrímauk

1/2 tsk cumin

1 msk soja sósa

1 msk púðursykur

400 ml kókosmjólk

4 flök hvítur fiskur t.d. Tilapia

salt og pipar

Sósan er búin til með því að hita helming olíunnar og steikja engifer og hvítlauk í 1 mínútu á pönnu, bæta við papriku og vorlauk og steikja í aðra mínútu. Bæta við karrí, cumin og karrímauki og steikja í enn aðra mínútu. Setja soja sósu, púðursykur og kókosmjólk út á pönnuna og hita að suðu. Leyfa sósunni að sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur.

Fiskurinn er grillaður í ofnfati undir grillinu í ofninum. Gott er að smyrja flökin með afgang olíunnar og krydda með salti og pipar. Passið að það sé smávegis olía undir fiskinum til að hann festist síður við fatið.

Bera fram á soðnum basmati grjónum og setjið sósuna yfir fiskinn.