Tofu fylltar paprikur

Tofu fylltar paprikur

4 rauðar paprikur

150 g sólþurrkaðir tómatar

150 g þistilhjörtu

150 g möndlur, þurristaðar

150 g tofu

100 g mozzarella

4 msk fetaostur í olíu

salt og cayenne pipar

smávegis graslaukur

Mauka saman allt hráefni nema papriku og ost í matvinnsluvél.

Blanda osti saman við maukið með sleif. Kljúfa hverja papriku í tvennt og hreinsa fræin innan úr.

Fylla hverja papriku með maukinu og setja í ofnfat.

Baka við 200 °c í 30 mínútur.