Vegan vanillukaka

Vegan vanillukaka

220 g hveiti

1 tsk matarsódi

200 g sykur

1/2 tsk salt

240 ml möndlumjólk

2 tsk vanilludropar

80 ml matarolía

1 msk edik (borðedik eða eplaedik)

Vanillukrem:

300-400 g flórsykur

50 g Ljóma smjörlíki

1-4 msk möndlumjólk

2 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 180°C.

Blandið saman þurrefnum og hrærið síðan saman við möndlumjólk, vanillu, olíu og ediki og hrærið saman með sleif. Passið að hræra deigið ekki of mikið.

Skiptið deiginu í tvö smurð 20 cm kringlótt form.

Bakið í 30 mín.

Látið kökurnar kólna alveg áður en kremið er sett á botnana.

Þeytið mjúkt smjörlíki saman með flórsykri og vanilludropum. Bætið við örlitlu af möndlumjólk til að fá rétta þykkt á kremið. Bætið við flórsykri ef kremið er of þunnt. Smyrjið kreminu á botnana og leggið þá saman. Einnig er hægt að nota sprautupoka til að fá fallega áferð á kremið. Ég mæli með að nota stjörnustút og skreyta með kökuskrauti eða ferskum jarðarberjum.