Vöfflur

Vöfflur

Uppskriftin gefur 10-12 vöfflur

5 dl hveiti

4 msk sykur

4 tsk lyftiduft

smá klípa af salti

90 g brætt smjör

2 egg

380 ml mjólk eða undanrenna

1 tsk sítrónudropar

Blandið saman þurrefnum og hræra síðan mjólk, smjöri og eggjum saman við þar til deigið er kekkjalaust.

Reynið að hræra deigið sem minnst því annars er hætt við að vöfflurnar verði seigar.