Blóðsíróp

Blóðsíróp

Þetta hindberjasíróp hentar vel í drykki en einnig er hægt að nota það sem "blóð" í hrekkjavökuveitingar.

2 bollar fersk hindber

1/4 bolli sykur

Byrjið á að mauka hindberin. Best er að nota töfrasprota við verknaðinn og setja síðan hindberjamaukið í gegnum sigti til að ná að sigta öll fræin frá.

Þvínæst má hita hindberjavökvann í potti ásamt sykrinum og hræra í þar til sykurinn nær að leysast upp og blandan dökknar og þykknar lítillega. Liturinn ætti að líkjast blóði.

Leyfið blöndunni að kólna og geymið í kæli þar til nota á sírópið.