Salatvefjur með satay sósu

Salatvefjur með satay sósu

400-500 g kjúklingur

1 tsk jarðhnetuolía eða ljós olía

1 lítill laukur

1 lítil paprika

1 lítil dós vatnakastaníur

Sósan:

3 msk hoi sin sósa

3 msk saltminni soja sósa

1 msk sesamolía

1 msk hnetusmjör

1 msk hrísgrjónaedik

1 msk hunang

1 tsk púðursykur

1/2 tsk hvítlauksduft

1/4 tsk endiferduft

Kál til að bera réttinn fram á

ristaðar jarðhnetur

Sneiddur vorlaukur

Byrjið á að skera kjúklinginn í smáa bita.

Í lítilli skál má blanda öllum innihaldsefnum fyrir sósuna og setjið til hliðar.

Skerið papriku í smáa bita og sneiðið vatnakastaníurnar í strimla á stærð við eldspýtur.

Hitið 1 tsk af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn. Bætið við lauk og steikið áfram þar til laukurinn verður glær. Þá má bæta við vatnakastaníum og papriku. Steikið áfram í nokkrar m´nútur og bætið síðan við sósunni. Hitið réttinn í 3-4 mínútur til að leyfa sósunni að þykkna.

Berið fram á kálblöðum með þunnt sneiddum vorlauk og myljið jarðhnetur yfir toppinn.